Tanntröllin Karíus og Baktus lifa sannkölluðu sældarlífi í munninum á drengnum Jens. Enda notar hann tannburstann lítið sem ekkert og vill helst gæða sér á allskyns sætindum sem Karíus og Baktus kunna svo sannarlega að meta. Félagarnir hreiðra um sig í tönnunum og ræða framtíðardrauma um byggingaframkvæmdir í munninum. En þegar þeir gerast of aðgangsharðir verður Jens að fara til tannlæknis sem setur framkvæmdirnar í uppnám og félagarnir þurfa að leita á nýjar slóðir.

Karíus og Baktus er sígilt ævintýri eftir Thorbjörn Egner. Sagan kom fyrst út á bók árið 1949 og síðan þá hafa þessir litlu prakkarar notið mikilla vinsælda meðal barna víða um heiminn. 

Leiksýningin Karíus og Baktus er sýnd í Kaldalóni í Hörpu. Það skapaði ég vídeó sem varpað var á tjald á sviðinu. Ég bjó einnig til veggspjald sýningarinnar.

Leiktjórn: Sara Marti Guðmundsdóttir og Agnes Wild
Leikmynd og búningar: Steinunn Marta Önnudóttir
Tónlist og hljóðmynd: Stefán Örn Gunnlaugsson
Grafík og myndbönd: Steinar Júlíusson
Framleiðsla: Daldrandi ehf.

Umfjöllun um sýninguna á Vísi.is

Umfjöllun í Menningunni á RÚV (4. mín.)